Ágúst Atlason | þriðjudagur 27. mars 2012

Inspired by Iceland - Exton - Stuð ehf = Aldrei fór ég suður 2012

Þá er það orðið ljóst, Inspired by Iceland verður með í ár, aftur! Eins og flestir tóku eftir í fyrra var útsendingin frá hátíðinni geðveik og umtöluð fyrir gæði, bæði í hljóð og mynd. Verður þetta partur af lokahnykk átaksins þetta vorið en Inspired by Iceland hefur verið að lyfta grettistaki í landkynningu. Videoin frá því í fyrra hafa verið að streyma hérna inn á síðuna síðustu vikur, allt í boði Inspired by Iceland. Það voru starfsmenn Kukl sem sáu um og stjórnuðu útsendingunni í fyrra og verða Þorvarður Björgúlfsson og félagar aftur við stjórnvölinn í ár.

 

Þá munu Exton menn aftur koma að hátíðinni eins og í fyrra og sjá um ljósashowið og hljóðkerfið ásamt Stuði ehf, sem er í eigu vestfirskra jaxla. Það er þá á hreinu að umgjörð hátíðarinnar verður með miklum sóma í ár, og svona miðað við hvernig þetta var í fyrra, þá eigum við von á góðu.

 

Takk verður aldrei of oft sagt, TAKK FYRIR!

 

Þar sannast þetta máltæki Mugisons enn og aftur:

 

Maður gerir ekki rassgat einn!