Ágúst Atlason | þriðjudagur 29. mars 2011

LISTAMENN - Aldrei fór ég suður 2011

Nú styttist í áttundu Aldrei fór ég suður hátíðina og hefur sérstök uppstillingarnefnd hátíðarinnar lokið sinni vinnu. Hér fyrir neðan er listi yfir þær hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

 

Að vanda verður hátíðin haldin á Ísafirði á páskahelginni og munu tónleikarnir fara fram föstudaginn 22. apríl og laugardaginn 23. apríl í húsnæði KNH á Ísafirði. Auk þess mun fara fram upphitun fyrir hátíðina fimmtudagskvöldið 21. apríl á fleirum stöðum í bænum.

 

Eins og undanfarin ár þá er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða. Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og gerir það okkur kleyft að sleppa því að rukka aðgangseyri. Dyggileg aðkoma fyrirtækja hefur tryggt hátíðinni fjármagn til þess að halda hátíðina. Að öllum öðrum bakhjörlum hátíðarinnar í gegnum árin, ólöstuðum, þá hefur það verið til fyrirmyndar hve Flugfélag Íslands hefur verið tryggur bakhjarl og aldrei skorast undan bón Aldrei fór ég suður nefndarinnar um dyggilegan stuðning ár hvert. Eins og staðan er núna 3 vikum fyrir hátíð þá er Flugfélag Íslands eina fyrirtækið sem hefur staðfest þátttöku sína sem dyggur bakhjarl og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir.

 

Í vetur var opinberaður mikill samningur á milli Aldrei fór ég suður og Ísafjarðarbæjar. Þar skipti miklu sköpum að kjörnir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar gáfu stórt og mikið loforð þess efnis að þessi föngulegi hópur ætlaði að vera í sullandi bul- landi stuði með okkur alla páskahelgina. Þessi kraftur þeirra hefur smitast út frá sér meðal bæjarbúa og hefur nefndin vart undan að taka við beiðnum viljugra sjálfboðaliða.

 

En þá er það listinn mikli:

Allar nánari upplýsingar veitir Jón Þór í gegnum netfangið rokkstjori@aldrei.is eða í gegnum síma 896 1988.

 

 

Stuð, rokk, ról og allur pakkinn!