Ágúst Atlason | föstudagur 17. febrúar 2012

Langar þig að vera sjálfboðaliði?

Skilaboð frá Rokkstjóra:


Eins og þið vitið öll þá er ekki möguleiki að framkvæma Aldrei fór ég suður án þess að fá dygga aðstoð sjálfboðaliða. Núna erum við komin á fullt í að undirbúa næstu hátíð og erum við farin að leita eftir góðu og duglegu fólki til að taka þátt í undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar.


Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt og hjálpa þá vinsamlegast sendu mér tölvupóst á rokkstjori@aldrei.is og við munum svo vera í sambandi við þig þegar nær dregur!


Okkur vantar aðstoð við eftirtalda hluti:


Bruch á heimavistinni fyrir tónlistarfólkið.

 
Þær Nanný og Ásgerður ætla að taka að sér að skipuleggja þetta og vantar þeim 6 manns til að hjálpa til við matreiðslu hvorn daginn - alls 12 sjálboðarliða.


Heimavistin

 
Hún Dóra Norðdahl ætlar að stýra teyminu sem gerir heimavistina klára á miðvikudeginum fyrir páska. Hana vantar með sér ca 6 manns og tekur þetta rúman klukkutíma.
Svo vantar okkur ca 10 manns í frágang á mánudeginum, taka af rúmum og koma dýnum aftur í geymslu.


Tónleikastaðurinn


Okkur vantar fólk til að undirbúa og taka saman á tónleikastaðnum. Þarna er verið að smíða, setja upp tjöld og þessháttar. Okkur vantar 6 manns í undirbúninginn og 10 manns í fráganginn á sunnudeginum.


Salernismál


Bæði föstudags- og laugardagskvöldin vantar okkur fólk til að fylgjast með að allt sé í lagi á salernasvæðinu. Hugmyndin okkar var að skipta þessu í ca klukkutíma vaktir og viðkomandi fylgist með því hvort að það vanti klósettpappír og þessháttar. Guðfinna Hreiðars mun vera með yfirumsjón með klósettmálunum.


Það er okkur mikils virði að fá þína aðstoð og erum við því mjög spennt að fá að heyra frá ykkur!


Bestu kveðjur
Jón Þór Rokkstjóri