Snorri Örn Rafnsson | sunnudagur 20. mars 2016

Leiðist þér biðin eftir Aldrei?

Það virðist vera mikið í tísku þessa dagana að skella í heiðurstónleika þar sem ein hljómsveit / listamaður er tekinn fyrir og lögin þeirra spiluð af miklu hæfileikafólki við mikin fögnuð gesta.

Núna er þetta komið hingað vestur og það er alveg upplagt fyrir tónleikaþyrsta Aldrei gesti að skoða þetta á meðan þeir bíða eftir páskahelginni góðu.

Á þriðjudaginn 22. mars klukkan 20:00 verða haldnir tónleikar til heiðurs hinni frábæru hljómsveit Fleetwood Mac í Edinborg.
Nokkrar ungar vestfirskar stúlkur ákváðu að styrkja Unicef með einhverskonar viðburð og þetta var fyrir valinu.
Það er engin betri leið til að eyða þriðjudagskvöldi en að skella sér á Fleetwood Mac heiðurstónleika og á sama tíma styrkja frábært málefni, en allur hagnaður rennur beint til Unicef.
Allt listafólkið er ungt og vestfirskt og almennt frábært.
Miðasala er í síma 866 0855 og það kostar lítinn 2500 kall inn.

Svo strax kvöldið eftir þá verður sett í Rolling Stones gírinn
Aftur eru það eingöngu vestfirskir listamenn sem heiðra goðin með frábærum hljóðfæraleik og söng.
Til dæmis hinn óborganlegi Gummi Hjalta, hin sykursæta Sunneva og hinn RADDmikli Hjörtur Trausta ásamt fleirum ekki síðri listamönnum.
Fjörið hefst klukkan 21:00 í Edinborg. Miðasala á Tix.is

Það þarf nefnilega engum að leiðast á Ísó fram að páskum!