Andri Pétur Þrastarson | þriðjudagur 12. apríl 2011

Listamenn og Lífskúnstnerar árið 2011

Part cuatro.

 

Benni Sig ásamt Vesfirskum perlum

Benni Sig fer fyrir einvala liði hljóðfæraleikara og söngvara, og mun flytja fyrir okkur helstu söngperlurnar sem hafa verið bornar undir belti á Vestfjörðum.  Benni er með fjörugari mönnum á kjálkanum, svo það var fáum til furðu þegar hann tilkynnti planeleggeringar sem tengdust því að taka sviðsdýfu á meðan á flutningi stendur.  Solid rokkstig komin í hús!

Sjá fyrri grein um Benna Sig og perlurnar.

Hér er dúett með Benna Sig og óskabarninu Sunnu K.

 

 

Ensími

Var saknað um nokkurt skeið í íslensku tónlistarsenunni, en sveitin sneri til baka við mikinn fögnuð, tók upp tónleikaspil að nýju og gaf út sína fjórðu breiðskífu Gæludýr á síðasta ári.  Og spila þeir alt-elektrónískað-rokk í hæsta gæðaflokki, þeir eru svo sannalega ekki grænir á bakvið eyrun þegar kemur að tónleikaspileríi svo það má búast við framkomu í hæsta gæðaflokki.

Af nýustu plötu þeirra Gæludýr:

 

 

Ég

Þessari hljómsveit sem hræðist síst að öllu að finnast ekki í leitarvélum vefsins tekst listavel að bræða saman (meðal annars) heimspekilegar pælingar, falsettu vókala og mögnuð blússtef.  Sungið er um hamingjuna, vísindamenn fá það óþvegið og samfélagsgagnrýnin er á milljón, en létta hliðin aldrei of langt undar.  Þeir gefa hvergi eftir fremstu nýbylgjuböndum heimsins og bjóða uppá margþrungnum hljóðheim sem vert er að fylgjast með.
Spurningin er, viltu eiga banka eða fjölmiðil?

 

 

Klassart

Country/blues bandið klassart hefur verið áberandi á öldum ljósvakans undanfarið og á sífellt meiri velgengni að fagna.  En þau státa meðal annars af sigur í blúslagakeppni rásar 2 árið 2006 og breiðskífunni Bottle of Blues sem kom út árið 2007.  Þau vinna nú að sinni annari breiðskífu.

Nett speisað vídjó(þó aðalega nett)

 


Lúðrasveit T.Í. ft. Mugison

Sómi Súðvíkinga kemur fram með lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar og galdra í sameiningu fram girnilegan og stuðfylltan tónlistargjörning.  Must see fyrir alla brass-perra og Mugison aðdáendur.

Þar sem um nýtt samstarf er að ræða er hér Mugison með bandi á AFÉS 2009.

 

Miri

Hljómsveitin Miri ætlar að spila fyrir okkur seiðandi tóna að hætti Seyðisfirðinga. Spilagleðin hjá drengunum er allsráðandi og bjóða þeir uppá grípandi gítarstef í bland við gott grúv og þéttan bassaleik sem virkar svo vel saman að þeir spreða ekki í einhver söng yfir.  Ég vona þó að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur þó þeir eigi lag sem ber nafnið: Grafandi Andra, dragandi anda...

Góða konan hljómar minna eins og það sé að fara drepa mig.