Andri Pétur Þrastarson | þriðjudagur 19. apríl 2011

Listamenn og Lífskúnstnerar árið 2011

Part seis.

 

Pétur Ben

Angurvært gítarspil og tregafullar melódíur ráða ferðinni í folk/alternitive/progressive bræðing sem Pétur bryddar uppá.  Ást og trú eru meðal yrkisefna og text vel til.  Hann vinnur nú, hvorki meira né minna að tveimur plötum, annarsvegar sem Pétur Ben og hinsvegar samstarfsverkefnið með Eberg. 

Hér flytur Pétur lagið I´ll be here.

 

 

Prins Póló

Svo ég vitni í facebook sveitarinnar: “Rokkskotið gleðipopp með alvarlegum undirtón”.  Svavar Pétur fer fyrir fríðu liði, og það með glans.  Bandið hefur verið hlaðið lofi frá stórum og smáum, gleðibönkum og fjölmiðlum.  Útúrpældur og kæruleysislegi einfaldleikin svínvirkar bði í texta og lagasmíðum.  

Myndbandið við lagið Niðrá strönd.

 

 

Quadroplus

Þeir lýsa sjálfum sér sem tveimur klikkuðum og ævintýra gjörnum vísindamönnum, og passar það frekar vel.  Tveir Djar spila sem skrýtnust hljóð ofaní hvern annan, og hversvegna? Því það virkar!  Ef tónlistin væru litir, þá væru þeir Jackson Pollock málverk, yndislega falleg óreiða.

 

 

Sóley

Hún Sóley spilar hugljúf tónverk, drifin áfram á píanóspili og ljúfum, mjúklegum söngmelódíum.  Popp/krúttuð/indí sprengja sem er stútfullt af skemmtilegum pælingum.  Stemmingin sem hún skapar minnir mig að einhverju leiti á Yann Tiersen(sehr schon!), en það er kannski bara ég.  
Það er best að segja sem fæst orð og upplifa sjálfur:

 

 

U.S.I.

[mynd 1 v]Hljómsveitin The United States of Iceland er skipuð af hæfileika piltum úr Grunnskóla Ísafjarðar.  Þeir spila rokk, þungt á köflum en stuð alla leið í gegn.  Eins og sannri ungmennahljómsveit sæmir er hressleiki í fyrirrúmi.

Því miður er ekkert efni tiltækt eftir þá á netinu, svo að þú færð 1000 hipster stig fyrir að sjá þá á hátíðinni! Woop woop!