Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 21. apríl 2011

Listamenn og Lífskúnstnerar árið 2011

Part siete.

 

Back2back

Eggert súðvíkingur verður eldhress með enn hressari fólki og ætlar svo sannarlega að hressa uppá lýðinn.   Þetta er ein af tveimur hljómsveitum á hátíðinni sem ekki er með efni á youtube sem ég get linkað í, svo ef þú ert á leiðina á hátíðina í þeim tilgangi að veiða í hipster stig þá eru þúsund stig í boði fyrir Back2back! Snúið bökum saman og sjáið Eggert eldhressan!

 

Samúel Jón Samúelsson Mini big band

Sammi rænir hverjum þeim sem getur blásið í málmrör að viti á Ísafirði og splæsir í sveittustu brasssveit sem sést hefur í háa herrans tíð.  Samúel mun leiða mannskapinn í gegnum smelli af plötu sinni Helvítis fokking fönk sem kom út á síðasta ári og gerði allt vitlaust í blásara heiminum.  Samúel lofar hörku stuði og varla við öðru að búast frá slíkum stuðmeistara.

Lifandi flutningur frá kaffi Rósenberg:

 

 

Sólstafir

Kuldarokksveitin Sólstafir hafa gert það gott í þungarokkssenunni síðustu ár.  Þeir hafa verið iðnir við kolann, spilað þónokkur gigg í evrópu og þar á meðal mekka metalsins, Wacken open air festival í Þýskalandi.  Sem er assgoti gott á hvaða mælikvarða sem er!  Síðasta plata þeirra Köld, kom út árið 2009 og hlaut mikið lof gagnrýnenda og hafa þeir ósjaldan verið hlaðnir lofi fyrir live framkomu sína.

Eruði að tjékka kraftinn í essu!