Andri Pétur Þrastarson | þriðjudagur 13. mars 2012

Listamenn og lífskúnstnerar 2012

Listamenn og lífskúnstnerar 2012  hinir 5 fyrstu!

 

Pollapönk
Þeir Heiðar og Halli í Pollapönki sýna það og sanna að pönk er fyrir fleiri heldur en unglinga í hormóna-marineraðri tilvistarkreppu.  Á sama tíma og þeir sýna að tónlist fyrir börn þarf ekki að vera eitthver “dumbed down” tónlist fyrir fullorðna með kjánalegum textum, heldur er nóg að spila a-klassa músik sem stenst alla mælikvarða.  Þeir munu sjá um að skemmta ungviðinu en svo ég vitni í facebook síðu sveitarinnar því hún lýsir þessu eftilvill best: ,,Pollapönk er hljómsveit fyrir alla. Konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla.”

 

 

Muck

Útbýuðu öfgarokkararnir í Muck heiðra okkar með æðisgengri nærveru sinni á aldrei í ár.  Þeir hafa vakið mikla lukku í þungarokksheiminum undanfarið og gáfu meðal annars út breiðskífuna Slaves fyrir skemmstu, og hefur hún hlotið ýmist hlotið lof eða hrós, enda þrælgóð plata þar á ferð.  Þeir hafa einnig hlotið mikið lof fyrir tónleikaframkomur sínar, svo ísfirðingar og eiga von á frábæru harðkjarna dansgeimi.

 

 

Skálmöld

Hinir velvirtu víkingarokkarar í Skálmöld sigla stoltu knerri sínu vestur til Ísafjarðar og nema konur okkar á brott með frábærum riffum og heillandi söng um blóð, hefndir og heiður.  Þeir gáfu út plötuna Baldur árið 2010 og þótti hún mikið þrekvirki sótti í íslenska sagna arfinn og goðafræðina eins og sönnum víkingi sæmir.  Þeir fóru einnig í víking til evrópu á síðasta ári, svo það ætti ekki verið vandkvæðum bundið fyrir Skálmaldar liða að fá okkur til að hrysta flösuna æðisgengilega í allar áttir. 

 

 

Jón Jónsson
Hinn síljúfi og sykursæti Jón Jónsson sér um að hita upp bragðkyrtlana fyrir páskaeggjaátið með sykur sætu úrvalspoppi.  Hann hefur sungið sig inní hug og hjörtu þjóðarinnar á undanförnum misserum og gerði sér m.a ferð vestur í sólrisuviku Menntaskólans á Ísafirði þar sem hann stýrði áheyrendum listavel í hópsöng með lögum sínum.  Það er því ekki von á öðru en hörku söngstuði í slippnum á Ísafirði.    

 

 

Mugison

Og að sjálfsögðu er það svo öðlingurinn hann Örn sem kemur fram, enda er nafn hans jafn tengt hátíðinni og iðnaðarsalt er tengt við ónefnda ölgerð(nema bara á hátt sem skaðar ekki ímynd hátíðarinnar útávið).  Kappinn hefur ekki setið auðum höndum síðan á síðustu hátíð, heldur gerði hann sér lítið fyrir og opnaði útíbú af Aldrei fór ég suður í glerkastalanum Hörpu(og víðar um landið) í kjölfar feikilegrar velgengni á stórvirkinu(mannakornsplötunni) Haglél, við mikinn fögnuð landsmanna.  Það þótti því ekki annað við hæfi á íslensku tónlistarverðlaununum að veita Mugison eins mörg verðlaun og að hann gæti borið heim, fyrir frábæra frammistöðu.