Andri Pétur Þrastarson | þriðjudagur 3. apríl 2012

Listamenn og lífskúnstnerar 2012. Sjö sætir.

Orphic Oxtra

Samanstendur af 13 hljóðfæraleikum, sem hvert og eitt hver öðru frábærari.  Íslenska tónlistarsenan var sleginn utan undir þegar Orphic Oxtra kom, sá og sigraði. Enda hefur sveitin fagnaðarerindi að flytja í formi hvínandi blásturhljóðfæra, þétts balknesk danstakts, og allt saman svo vafið inní teppi spilagleðinnar sem skín af hverri einustu nótu. 

Orhpic Oxtra hafa gáfu nýverið út plötuna Kebab Diskó, sem þykir sérstaklega vel heppnuð og sló myndbandið við lagið Skeletons having sex on a tin roof sérstaklega vel gegn í netheimum, en það skartar Sigrúnu klarinettleikara í aðalhlutverki.  Og hefur hún fyrir vikið t.d. verið titluð “The final boss of the internet” af netgárungum. (öfund)

 

 

Áttavilltir

Dúóið Áttavilltir samanstendur af Geira og Gaut, sem hafa t.d. áður gert garðinn frægan með rappsveitinni Stjörnuryki.  Þó þeir kalli sig áttavillta þá er langt í frá hægt að kalla þá týnda í rappinu, textarnir renna ljúflega fram af tungunni og áreynslulaust fer maður að dilla sér við taktana.  Þessir kappar munu ekki eiga erfitt með að ýta til hliðar pungrokksstemmingunni í skemmuni fyrir smá vel fjáðan westfirskættaðan rímnaflæðis anda.

 

 

Snorri Helgason

Nú liggja öll vötn til Skutulsfjarðar og ætlar hann Snorri Helga að fljóta eftir ánni beint í tónlistarmaníuna sem Aldrei fór ég suður er.  Snorri kom síðast fram á hátíðinni með stuðbrjálæðisbandinu Sprengjuhöllini, en hefur nú lagt rafmagnsgítarinn til hliðar, farið í skyrtu og hlýja peysu og spilar kósý kassagítarstónlist af bestu gerð.  Hann gaf út plötuna Winter sun á síðasta ári og fékk hún afbragðsdóma, sem er ekki skrýtið enda melódísk og snertir hvern einasta hjartastreng.

(Ég verð samt pottþétt geðveikt leiðinlegi gæjinn sem hrópar eitthverja steypu um að taka Glúm eða Frá liðnu vori.)

 

 

7oi

Jóhann er bók-/ritfanga-sali og faðir í dagvinnu, en umbreytist við hvert tækifæri í raftónlistargúrið 7oi.  Hann hefur verið iðinn við kolann undanfarin ár og komið víða við, hann hefur t.d. gefið út 4 fjóra diska og liggur að eigin sög á tveimur óútgefnum, ásamt því að hafa unnið í verkefnum með og fyrir ýmsa aðila um alllar trissur.  Og meðal nýlegra verkefna sem hann hefur unnið að er t.d.  hljóðmynd við Skáldið frá Þröm í uppsetningu Kómedíuleikhússins.  7oi syngur, spilar á gítar, snýr tökkum og allskonar sniðugt til að skapa skemmtilega hljóðheima, sem taka mann í draumaþungið ferðalag um tónlistinarlandslagið.

 

 

Vintage Caravan

Sagan segir að þegar lokaatriði Aldrei fór ég suður í fyrra fór fram, hafi draugur John Bonhams verið að ráfa um Ísafjörð, og hann hafi fyrir tilviljun rekið nefið inní KNH skemmuna, og spurði þann fyrsta sem hann hitti á hvort að Led Zepplin væru með annað comeback og höfðu nú loksins drullað til að semja nýtt efni?  Því miður tókst engum að leiðrétta Bonham og segja honum að þetta væru vösku drengirnir í Vintage Caravan, því hann ráfaði í burtu, sennilega seinn á stefnumót við vískiflösku. 

Vintage Caravan virðast ekki hafa haft neitt betra að gera en að brillera upp á síðkastið, gáfu t.d. út snilldar plötu sumarið 2011, og unnu um daginn undankeppnina fyrir Global battle of the bands á Íslandi og fara því til Rúmeníu að kepoa í sumar!  Vel gert strákar!

 

 

Gang Related

Samanstendur af fjórum köppum sem hafa allir komið að í tónlistinni á einum eða öðrum stað t.d. morðingjunum og dáðadrengjum.  Þeir veita nú tónlistargreddu sinni útrás í þéttu 90’ indjána rokki sem gefur sér góðan tíma í að vera akkúrat það sem það er.  Hljómur sveitarinnar samanstendur af gítarriffum sem enduróma í hausnum á þér, fjarrænum melódíum sem draga þig djúpt inní stemminguna sem liggur í tónlistinni og halda athygli þinni allan tímann.  Og áður en maður veit af er lagið alltíeinu búið og maður getur ekki gert annað en að setja á rípít. 

 

Skúli Þórðar

Ef þú tækir Tom Waits, Jónas Hallgrímsson og Elvis Presley og skellir þeim í hrærivél þá væriru komin með frekar ósmekklega kjötkássu sem er ekki netmiðlum hæfur.  Burtséð frá undangegnum pylsuuppskriftarpælingum þá hefur Skúli til að bera skáldagáfu Jónasar, baritónrödd sem ættar til Tómasar og sveiflu sem slær sjálfum Elvis við(eða svo gott sem).  Og nýtir hann sér þessa hæfileika til þess að semja og spila bæði unaðslegan rokkabillýbúgíwúgíblús sem og tregafulla ástarsöngva af bestu gerð.

(Hann er einn af þessum sem er alveg jafnfrábær hvort sem hann sé einn með kassagítarinn, eða með blússandi rokksveit með sér)