Andri Pétur Þrastarson | miðvikudagur 4. apríl 2012

Listamenn og lífskúnstnerar. Fimm fræknir.

Nolo

Dúettinn Nolo samanstendur af Ívari, Byrni Lorange og tryggum trommuheila.  Lög þeirra ferðast á milli þess að vera skrýtin en hljómgóð samsetning atmóspíríska hljóða, og í það að vera ljúf indíe/retro slegin popplög.  Þeir hafa starfað síðan 2009 og hafa ekki setið auðum höndum, gefið út tonn af lögum á gogoyoko ásamt því að hafa gefið út tvær plötur. Þeir eru þó ekki í neinni krísu um hvort þeir taki magn fram yfr gæði, því þeirra mottó virðist vera mikið magn í miklum gæðum!

 

 

Svavar Knútur

Er ljúfur piltur sem flytur ríkimannlegar melódíur í mínimalölskum flutningi, svo að hvert einasta tónbil fær að njóta sín. Bæði eftir sjálfann sig og aðra.  Vopnaður einungis gítar eða ukulele-i eftir hentugleika, færir hann okkur hughrífandi tóna á silfurfati að því virðist alveg áreynslulaust. 

 

 

Legend

Lgend er elektrónísk orgía sem samanstendur af Krumma(oft kenndur við Mínus) og Halldóri Björnssyni.  Röddin hans Krumma fær fullkomnlega að njóta sín þar sem henni er drekt í elektrónískri sýru, sem springur svo alltíeinu í viðlag sem situr eftir í hlustunum.  Krummi hefur einnig sjaldnast verið þekktur fyrir það að valda áhorfendum vonbrigðum, og gefur allt í performansinn.

 

 

Reykjavík!

Árið 1980 varð hryllilegt rútuslys nálægt Yaremacha í Úkraínu.  En þar varð bílstjóra hins viðurkennda Úkraínska keisaraballets svo illilega á í messunni að hann stýrði rútunni fram af bjargi á stærð við Eiffel turninn.  Dansararnir hröpuðu oní hyldýpið,  öskranda af innlifun sem þau höfðu ekki einu sinni dreymt um að þau ættu til.  Um það bil þremur og hálfri sekúndu seinna var Bóas söngvari sveitarinnar Reykjavík! borinn í heiminn.  Hvort að setja eigi eitthvað samasem merki þar á milli þarf hver og einn að dæma fyrir sig. En eitt er víst, að það fer enginn svikinn af tónleikum með Reykjavík! 

 

 

Ketura

Er elektrónískt popp  rokkband frá Virginíu í Bandaríkjunum.  Þeir semja bæði eigin lög, og taka ábreiður eftir aðra listamenn, síðasta útgáfa þeirra var t.d. dansvæn elektrónískuð ábreiða af Hold the Line með Toto.   Þeir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en tekst ágætlega til, og má eflaust eiga von á fleiru góðu frá þessum köppum.

 

 

Biggi Bix

Ert þú í leit að angurværum melódíum sem sem er komið til skila í kröftugu rokkuðu poppi?  Leitaðu þá ekki lengra, Biggi Bix er eitthvað fyrir þig!  Hann gaf út plötuna Set me on fire út árið 2010, og nutu smáskífurnar tvær sem komu af henni mikilla vinsælda.  Og hefur hann komið reglulega fram á tónleikum síðan þá ásamt hljómsveit sinni, sem skipuð er rjómanum af vestfirskum tónlistarmönnum.  Hann á meðal annars heiðurinn af stuðningsmannalagi BÍ, og hefur það verið sungið hástöfum við hvert tækifæri síðan það kom út, svo þið gætuð staðið sjálf ykkur að því þenja raddböndin með ljúfum melódíum!