Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 24. mars 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

-part uno.

 

Á hverju ári er kappkostað við að hafa eins fjölbreytt atriði og kostur er á, enda er þetta hátíð Alþýðunnar.  Í fyrsta holli dagskránnar sem var gert sýnilegt almenningi var strax komið mjög gott kaffi, við skulum líta aðeins nánar á það.

 

Jónas Sigurðsson

Hann Jónas Sigurðson hefur meira til brunns að bera en að vera Rangur maður á röngum tíma.  Lög eins og Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum og Hamingjan er hér hafa hljómað á öldum ljósvakans og vakið lukku meðal ungra sem aldina, sem gerir Jónas tilvalinn kandídat í flóru AFÉS listamanna. 

Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið Hamingjan er hér(sem nota bene er lag ársins 2010).

 

 

 

The Vintage Caravan

Tveir Reykvískir rokkhundar ásamt einum Bolvískum voffa manna þetta kynlega band.  Þeir lentu í 3. sæti í Músíktilraunum árið 2009, og tóku eftir það þátt í Tónlistarsmiðju í Tankinum, ásamt því að hafa stundað mikið spilerí sunnan heiða, (á grútskítugum brjóstabúllum að sjálfsögðu) Þeir spila rokk af gamlaskólanum,  og eru ekkert að flækja þetta.  Einungis bít, grúv, bitches og gítarsóló!¡!

Meðfylgjandi er lifandi tónlistarflutningur frá Dillon:

 

 

FM Belfast

Hið harðduglega og hamingjusama band með lög sem hægt er að dansa við allt frammí heimsenda heiðra okkur með nærveru sinni á ný.  Þau komu síðast fram árið 2009  á hátíðinni og var ekki einn maður(eða kona) sem dansaði ekki með, þvílík var gleðin!  Síðan þá hafa þau ferðast um víða veröld og bara verið upptekin við að vera æðisleg.

Ef þér tekst að horfa á þetta án þess að hreyfa þig, þá ertu lamaður: