Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 1. apríl 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

Part tres

 

Því meira sem ég skoða listann því meira djúsí verður hann, það úir og grúir af lostafullu poppi, ljúfri ukulele tónlist og djörfu starwars transi. 

 

Grafík

Þarf lítið að kynna fyrir Ísfirðingum og nærsveitungum, en Helgi Björns og félagar hafa lengi stuðlað að auknu magni kynþokka fyrir í Íslendinga í formi trylltrar sviðsframkomu og fjörugra tóna.  Grallararnir í Grafík ætla að sjá til þess að allir verða guðdómlega kynþokkafullir á Afés í ár.
Meðfylgjandi myndband er reyndar ekki Grafík, heldur Urmull og Helgi að flytja Grafík lag.  En þetta er einum og hellað til að láta  það ekki fylgja með.Mr. Silla
Mætir fersk til leiks, með nýja hljómsveit sem er ekki mönnuð af verra fólki en Gunnari Tynes sem er með Sillu í Múm, Gylfa Blöndal úr Kimono, Dóra úr Seabear, Kristni Gunnari Blöndal eða KGB og Magga trommara úr Amiinu. Svo það má búast við indiekrúttpoppæðiskrýtinnifusionblöndusprengju, eða svipað stuðfyllt.  Ekki er það verra!
Hér höfum við mynband af herra Sillu að covera Fleetwood Mac. Verður varla meira solid.Valdimar
Hljómsveitin Valdimar gaf út sína fyrstu plötu síðasta haust og ber hún hið töfrandi nafn Undraland.  Þetta er ljúft brassað popp með smá brodd og mjúkum sönglínum. Valdimar hefur verið tekið vel á íslenskum vettvangi, enda ekki skrýtið þar sem gullbarkar og undurfögur tónlist hefur lengi heillað landann(en ekki hvað).
Hér er titillag Undralands.Yoda Remote
Yoda Remote hafa vakið athygli uppá síðkastið fyrir bráðskemmtilega og frumlega raftónlist. Í byrjun árs 2010 gáfu þeir út smáskífuna Skywatchers, sem hefur hlotið frábæra dóma. Drengirnir hafa líka verið iðnir við spilamennsku og m.a. spilað á Villta Vestrinu 2010 og síðustu tveimur Airwaves hátíðum og gert allt vitlaust á dansgólfinu með tölvuleikja-inflúensuðu raf-dans-brjálæði af gamla skólanum.
(Stórt like á yoda cameo-ið)