Andri Pétur Þrastarson | fimmtudagur 14. apríl 2011

Listamenn og lífskúnstnerar árið 2011

Part cinco

 

Nýdönsk

Horfðu til himins, fáðu kennslu stund í ástarmálum flugvéla og þú gætir orðið alelda.  Nýdönsk hafa lengi verið með ástsælustu poppböndum þjóðarinnar og það er líklegast enginn lifandi manneskja á klakanum sem getur sagt að hann hafi aldrei verið með eitt af lögum þeirra pikkfast í hausnum yfir lengri eða skemmri tíma. 

 

 

Virtual Motion

Hinir ísfirsku Alfreðsson bræður ásamt fríðu föruneyti skipa jazz/rock/funk/pop bræðings bandið Virtual Motion.  Nafnið segir í rauninni allt sem segja þarf, á meðan þú hlustar fara þeir með þig í ómeðvitaða fleygiferð um víðlendur tónlistar þeirra.  Þeir eru meira svo elskulegir að semja nýtt efni fyrir framkomu þeirra á AFÉS, geri aðrir betur! 

Virtual motion í lifandi músík flutningi:

 

 

Sokkabandið

Þetta margumtalaða vestfirska kvennaband vaknar úr dvala sínum og rokkar sokkana af öllum sem ekki hafa vit á því að ganga í sokkaböndum.  Þau hafa staðið í ströngu við að bola burtu blaðamönnum og papparössum allt frá því að endurkoman var tilkynnt enda er ekki á hverjum degi semað maður fær veður af því að stuðfylltar ísfirskar húsmæður séu að fara lifta þakinu af skemmu Aldrei fór ég suður!

 

 

Lifun

Keflvíska bandið lifun var stofnað snemma á árinu 2008 og verið í stanslaustum vexti síðan þá, gáfu meðal annars út sína fyrstu breifskífu á síðasta ári.  Þau spila hresst dægurlagapopp sem var meira að segja blessað af rokkkóngi Íslands Rúnari Júlíussyni rétt fyrir andlát sitt.  Það er von á góðu!

 

 

Lars Duppler

Er hálf-íslenskur Jazz píanóleikari sem búsettur er í þýskalandi,  hann kemur fram á hátíðinni með þremur vinum.  Hann kom til íslands í leit að sínum uppruna 2010 og dvaldist þá á Flateyri og vann þar ásamt hljómsveit í efni en það eru íslensk þjóðlög aðlöguð að stíl sveitarinnar(ég verð að lauma inn einu “zchnilld!” hérna). 

 

 

Lazyblood

Listaparið Valdi og Erna leiða saman hesta sína  í þessari elektrónísku, danstrans, tilfinninga sprengju músík.  Raddböndunum er refsað, leikið við hljóðhimnurnar og manni er þrykkt í óhjákvæmilegan gír til þess að hrista hausinn og gleyma sér í tíma og rúmi.

Ég legg til að hjartveikir geri varúðarráðstafanir við hæfi.