Rúna Esradóttir | laugardagur 23. mars 2013

Loftið er hlaðið rafmagni

Langi Seli og Skuggarnir ætla að koma fram á hátíðinni í ár og er þá tilvalið að kynna til leiks tónlistarstefnu sem bandið aðhyllist og er það rokkabillí.  Einnig hafa slæðst inn áhrif surftónlistar hjá þeim félögum en við stöldrum hér við rokkabillíið.

Rokkabillí er ein af tegundum rokktónlistar og einkennin eru; hraður taktur í kántrýstíl, blúshringurinn í sveiflu, búgívúgí og jafnvel töltir rokkabillí lengra út á jaðarinn og tekur á sig pönkblæ, hillbillypönk.

 

Hér eru Langi Seli og Skuggarnir á góðri stund í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar.

 

 

Já látið ekki aldurinn blekkja ykkur, bandið var stofnað 1988, en þeir eru slægir og lævísir kettir sem munu fá alla ykkar skanka til að sveiflast.

Ef þið vitið ekkert hvernig þið eigið að dansa rokkabillí eða tileinka ykkur þennan lífsstíl þá hef ég búið til lítið myndbandasafn með hugmyndum, endilega byrjið að æfa ykkur elskurnar!

 

Á þessu myndbandi má sjá dæmi um rokkabillýdans, jafnvel fá hugmyndir að klæðnaði og hárgreiðslu.

 

 

 

Sumir láta sér nægja hliðar saman hliðar en svo er hægt að láta bítið taka sig.

 

 

 

Pin up tutorial / Rokkabillíhárgreiðsla,sýnikennsla

 

 

 

Pompadour tutorial/sýnikennsla

 

 

 

Nálgast má tónlist Langa Sela og Skuggana hér hjá Gogoyoko