Ágúst Atlason | laugardagur 31. mars 2012

Lopapeysan er innrömmuð í Bíóhöllinni á Akranesi

Í fyrra fór fram uppboð á fallegri lopapeysu sem var merkt meistara Mugison og spilaði Mugison í henni eftirminnilega með Lúðrasveit T.Í og fór peysan fyrir 150.000 íslenskar krónur. Aldrei sló á þráðinn til Ísólfs á Akranesi en hann átti að lokum hæsta boð.

 

Jæja Ísi, nú hefur þú átt peysuna í tæpt ár, hvernig er tilfinningin fyrir henni?

 

Það er án efa góður karmi í henni og mikil vestan orka ;-)
 
Hefur þú notað hana mikið, fórstu t.d í henni á Írska daga á Akranesi?

 

Útvarpströllið og bjóráhugamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson hefur notað hana opinberlega og ég var í henni á Lopapeysunni á írskum dögum, báðir fundum við þessa vestan orku sem veitti okkur brjálæðislega vellíðan

Hefur peysan vakið mikla eftirtekt?

 

Lopapeysan er innrömmuð í Bíóhöllinni Akranesi ásamt mynd af Mugison í henni. Ætli það séu ekki ca 6000 manns búnir að sjá hana á þessu ári ;-)

Á að mæta á Aldrei fór ég suður 2012, þú talar alltaf um að koma næst?

 

Djöfull værir ég klár í það ;-)
 
Þú talar um það í fyrra viðtali að finna peysunni nýjan farveg í góðu málefni, hefur þú velt þessu eitthvað fyrir þér?

 

Hún hefur klárlega hækkað í verði eins og gott málverk, ég læt hana án efa í gott málefni þegar rétta momentið kemur.
 
Ef það verður svipað uppboð í ár, ætlaru þá að bjóða í þann hlut?

 

Ef ég á pening ;-)
 
Svo tökum við smá gátu á þetta svona í restina....þú átt að botna:
 
Stingum aaaaaaaaf, í spegilsléttan fjörð.....
 
stingum aaaaaaaf ÖLL á Ísafjörð
 
Takk fyrir spjallið Ísi og Aldrei fór ég suður þakkar þér kærlega fyrir stuðninginn og þetta stuðspjall!

 

Hérna má svo lesa viðtalið sem Marta Sif tók við Ísa eftir uppboðið í fyrra.