Aldrei fór ég suður | föstudagur 26. mars 2010

Mál málanna

Jæja, þá er komið á hreint hvar hátíðin verður í ár. KNH verktakar hafa verið svo almennilegir að lána okkur aftur húsnæði sitt á Grænagarði og verðum við þeim ævinlega þakklátir. 

Húsnæðið hentar einkar vel og má segja með góðum vilja að það sé miðsvæðis á Ísafirði, þ.e.a.s. mitt á milli miðbæjar og Holtahverfis. Húsið hefur verið stuðmælt og mælist það 1.200 Travolt sem er vel yfir lágmarksgildi fyrir hátíð sem þessa.