Andri Pétur Þrastarson | þriðjudagur 5. apríl 2011

Menningarbomban Ísafjörður

Eins og allir viti bornir menn gera sér grein fyrir er Ísafjörður höfuðstaður menningar á Íslandi, nafli alls þess sem við metum til virðingar í þessum heimi. Ekki nóg með það við hýsum solid Rokkhátíð um hverja páska, meðfram glæstri Skíðadagskrá þá er svo margt í þessum fjallasal sem hægt er að brúka sér til skemmtunar að iCalender brann yfir hjá mér þegar ég reyndi að setja það inn.  Ætla ég hér að útlista nokkra hluti sem hægt  er að finna sér til dundurs yfir páskana.  Listinn er eins og oft áður engan veginn tæmandi, og mæli ég helst með því að þið takið heimamann af tali og spyrjið um ráðleggingar að dundurefni.

 

Kringla og kókómjólk í Gamla bakó.

Það sem fráfluttir Ísfirðingar finna mest fyrir þegar þeir gera það glappaskot að hverfa burt úr heimahögunum, er það að hvergi á landinu er hægt að finna jafn góðar kringlur og í Gamla Bakaríinu.  Þó þú farir hringin í kringum heimin er erfitt að finnast eitthvað sem jafnast á við þessa brauðkúmenbraglauka fullnæginu sem kringla og kókómjólk er umkringdur fjörugu bæjarlífi og glæstri náttúru.  Og ef menn vilja vera grand á því þá fær maður sér snúð í eftirrétt.

 

Sund á Suðureyri.

Ef það er eitthvað sem gerir sund betra þá er það að þú getir legið í bleyti undir berum himni í vel stemmdu sjávarplássi.  Einnig er þetta tilvalið svo að þú húkir ekki allan tíman í miðbæ Ísafjarðar heldur sjáir fleira sem að kjálkinn hefur uppá að bjóða.

 

Rennibrautin í Bolungarvík (umferðaljós)

Svo að við höldum áfram fyrir aðdáendur blautra kroppa þá getur Bolungarvíkurlaugin stært sig af glæsilegu rennibraut sinni.  Nú er ég reyndar ekki alveg viss hvort hún verður opnuð um páskana, en þú getur þó að minnsta kosti skoðað hana, enda glæsileg smíði og úrvals útipottar í boði.  Einnig mæli ég eindregið með því að fólk tjékki á einu umferðarljósunum á vestfjörðum, en þau er einmitt í næsta nágrenni við íþróttamannvirki bæjarinns.

 

Menningarhvellir

Á Ísafirði verða opin þónokkur gallerí og listasamkunduhús til að lífga ennfrekar upp á bæjarandan.  Þar sýna listrænir heimamenn uppá afrakstur fyrrliðina stunda og leyfa öðrum að njóta. 

Hér ber að líta tengil á fésbókarviðburð menningarhvells.

 

Skíðavikan

Eins og var nefnt í annari frétt er dagskrá skíðavikunnar glæsileg í sniðum.  Ég mæli eindregið með því að fólk bregði sér á skíði, bretti, þotu eða bara ruslapoka, því það er erfitt að innbyrða alla þessa menningu án þess að fá sér ferskt loft á milli.

Dagskrá skíðavikunar.

 

Rúnthringurinn

Það er mikilvægt ef maður vill öðlast fyllri sín á menningu bæjarins að tjékka á rúnthringnum.  Stoppa á fagganum og spjalla við heimamenn, fá sér sælu í krílinu og stoppa uppí Hollywood og njóta útsýnisins. Með fréttinni fylgir mynd af rúnthringnum.

 

Göngutúr uppí Naustahvilft.

Maður er ekki maður með mönnum(eða kona með konum), ef maður tekur ekki göngutúr uppí hlíð á meðan á dvöl manns stendur.  Það er heldur ekki verra að geta sagt frá því að hafa setið í sæti trölls...