Ágúst Atlason | fimmtudagur 21. apríl 2011

Menningarviðburðir í dag

Það er alveg hellingur að gerast og kemst ég varla yfir það allt nema að stelast bara í dagskrá Skíðavikunnar, en aðstandendur hennar hafa ár eftir ár, verið duglegir að halda utan um allt sem er að gerast. Finndu þér atburð við hæfi, hann er pottþétt á listanum:

 

Fimmtudagur 21. apríl

10:00-17:00 Skíðasvæðin á Tungudal og Seljalandsdal opin.

10:00-19:00 Opið hjá Sæfara. Hægt verður að leigja kajaka og litla seglbáta ásamt öryggisverði.

11:00 Fermingarmessa í Hólskirkju, Bolungarvík.

11:00-12:00 Minningarleikur í körfuknattleik.
Minningarsjóður Þóreyjar Guðmundsdóttur stendur fyrir minningarleik um Þóreyju á milli núverandi leikmanna KFÍ í kvennaflokkum gegn eldri og fyrrverandi leikmönnum KFÍ í kvennaflokki sem léku með Þóreyju. Leikurinn verður í íþróttahúsinu á Torfnesi á undan páskaeggjamóti KFÍ. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

12:00-14:00 KFÍ og Nói Síríus halda 2 á 2 páskaeggjamót í íþróttahúsinu á Torfnesi.

12:00-17:00 Heitt á prjónunum. Boðið upp á belgískar vöfflur, heitt kakó og fleira góðgæti.Matarmiklar súpur og brauð í hádeginu.

13:00 Skíðaskotfimi á Seljalandsdal. Boðið verður upp á æfingu og kennslu í meðferð skotvopna kl. 11:00 sama dag.

14:00 Fermingarmessa í Ísafjarðarkirkju.

14:00-16:00 Ein stök hús í Gallerý fjör 10 þrep í Listakaupstað, Norðurtanga, 3. hæð. Dýrfirsku listamennirnir Marsibil G. Kristjánsdóttir og Jóhannes Frank Jóhannesson sýna verk sín byggð á eyðibýlum á Vestfjörðum. Jóhannes sýnir ljósmyndir en Marsibil teikningar en hvert eyðibýli er tekið frá nákvæmlega sama sjónarhorni. Eyðibýli eru fjölmörg á Vestfjörðum eins og um land allt en í þessari sýningu má sjá eyðibýli frá Arnarfirði, Dýrafirði og Ísafjarðardjúpi. Menningarráð Vestfjarða styrkir Ein stök hús. 

14:00-18:00 Simbahöllin á Þingeyri opin. Belgískar vöfflur, kökur, kaffi, heitt súkkulaði og fleira.

16:00-18:00 Hleðsla-Sigurður Friðgeir Friðriksson landslagsarkitekt. Annari hæð í Skipasmíðastöð Marsellíusar.

18:00-20:00 Opnun WAF-Westfjord Art Fest í húsnæði Sæfara við suðurtanga Allir velkomnir, sjá nánar á facebook.

19:00 Veitingastaðurinn við Pollinn á Hótel Ísafirði. Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og gítarleikarinn Ómar Guðjónsson spila djasstónlist í dinner og sjóðheitan latíntakt síðar um kvöldið. Boðið verður upp á kvöldverð og/eða ostahlaðborð.

19:00-22:00 Sóltún – Listasoppa, Ljósmyndasýning, pönnuköku og uppákomur.
Ágúst Atlason áhugaljósmyndari hefur unnið hörðum höndum að ljósmyndun sinni en myndheimur Ágústar gleður augu áhorfandans. Ágúst Atlason er nýkjörinn bæjarlistamaður Búrsins og af því tilefni mun hann sýna í Sóltúni um páskana. Gefst Ísfirðingum og gestum rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður fá tækifæri á að sjá stórbrotin verk Ágústar.
Ilmandi pönnukökubakstur, kaffi og uppákomur munu svífa um í Sóltúni en Andri Pétur Þrastarson mun flytja nokkur lög á kassagítarinn og Brynja Huld mun gleðja okkur með því að brosa í takt við upplestur einnig verða óvæntar uppákomur sem auglýstar verða síðar.

20:00 Big jump snjóbrettamót á Seljalandsdal. 

20:00-22:00 Af fingrum fram í Hömrum. Jón Ólafsson og Helgi Björnsson í stuði.


20:00-24:00 Tónleikar í Simbahöllinni á Þingeyri. Nánari upplýsingar á facebook síðu Simballarinnar.

21:00 Á skíðum skemmti ég mér, Edinborgarhúsinu. Á skíðum skemmti ég mér er bráðfjörug leik- og söngskemmtun þar sem fluttar eru margar af flottustu perlum íslenskrar dægurlagasögu. Tekinn eru lög sem hljómsveit Ingimars Eydal flutti á sínum tíma sem og ýmsar perlur er Erla Þorsteinsdóttir, Helena Eyjólfsdóttir, Óðinn Valdimarsson, Svanhildur Jakobsdóttir og fleiri snillingar heilluðu landann með á sínum tíma og gera enn. Miðapantanir í síma 856-5455 frá kl. 16:00-20:00.

21:00-23:00 Spilavist í Einarshúsi Bolungarvík Annað kvöld í þriggja kvölda keppni.

22:00-00:00 Tónleikar og uppistand í Krúsinni. 

Myndlistarsýning Gunnars Jónssonar og Árna Más Erlingssonar. Sýningin verður á gangi Edinborgarhússins og verður opin alla Skíðavikuna.

Myndlist í Hamraborg. Auður Arna Höskuldsdóttir, Ísfirðingur, sýnir olíumyndir málaðar á striga. Sýningin er opin allan aprílmánuð.

Götubingó fjölskyldunnar. Götubingó fyrir alla fjölskylduna. Nokkurs konar ratleikur þar sem gengnar eru mismunandi gönguleiðir í bænum og númerum safnað. Miðar seldir í Hamraborg.