Rúna Esradóttir | miðvikudagur 13. mars 2013

Mikill fornleifafundur!

Mikill fornleifafundur var á föstudaginn 8. mars þegar Hálfdán Bjarki Hálfdánarson fann gamlan pappakassa upp á lofti í Hafnarhúsinu á Ísafirði.  Í fyrstu leit út fyrir að um gamalt rúgbrauð, sinnep og steiktan væri að ræða en svo kom í ljós að töluverðar gersemar voru í kassanum.

"Við fundum gamlan Aldrei fór ég suður varning, frá fyrri hátíðum, alveg frá árinu 2006" sagði Hálfdán Bjarki eða Háli Slikk eins og hann er kallaður af fornleifarannsóknarteyminu. Það sem vakti mesta undrun og eftirtekt voru 7 herranærbuxur frá hátíðinni 2008.

Hér er listi yfir þessa dýrgripi og stykkjatal, og má þess geta að þessar vörur eru til sölu í Vestfirsku versluninni á Ísafirði.

Bolir:

2008 = 71 (marglitir, skrítið merki með standandi kalli)

2009 = 72 (allir svartir með rauðu letri, eiginlega bara barnastærðir)

2010 = 77 (marglitir með sovét útgáfu af merkinu)

2011 = 72 (2 fyrir 1 bolirnir, allir svartir)

 

Svo eru 7 stykki af herranærbuxum sem eru frá árinu 2008.

 

Merki:

2006 = 17

2008 = 162

2009 = 496

2010 = 451