Ágúst Atlason | fimmtudagur 5. maí 2011

Mugison peysan og uppboðið!

Já peysan góða sem var á uppboðinu, seldist fyrir 150.000 góðum manni á Akranesi. Hún Marta söluvarningsmamma sendi honum línu og hérna er samtalið:

 

Hvernig fréttiru af uppboðinu? Ertu eitthvað tengdur vestur?

Sá þetta á stöð 2 og hljóp í tölvuna ;-) 

Hvar varstu um páskana?

Ég var með fjölskyldunni á Akureyri.

Hefuru farið á Aldrei fór ég suður?

Nei, ætla alltaf næst. 

Ertu aðdáandi hátíðarinnar eða Mugisons? 
Mér finnst andi hátíðarinnar skemmtilegur, allir í bænum einhvern veginn saman í þessu og finnst mér það aðdáunarvert. Mugison er snillingur.

Af hverju ákvaðstu að bjóða í peysuna?
Ég stend sjálfur í viðburðahaldi og þekki þörfina þegar það kemur að fjárhagnum. Ég tók eftir því á sýnum tíma þegar spurning var á lofti hvort hátíðin yrði ekki haldin aftur og fann ég þá strax löngun til að koma að þessu á einhvern hátt og þarna lá tækifærið. Þessi hátíð gefur bæjarfélaginu risastórt andlit sem sest í huga fólks og margborgar sig þegar allt kemur til alls. Mig hlakkar til að klæðast lopapeysunni á Lopapeysunni á írskum dögum Akranesi 2 júlí. Eftir það ætla ég að finna henni annan farveg í gott málefni, kannski sendi ég hana bara aftur vestur ;-)

Takk fyrir að gera Ísland skemmtilegra....

 

Það er greinilegt að Aldrei fór ég suður á sér sess í hugum fleirra heldur en ísfirðingum!

 

Takk Ísólfur!