Rúna Esradóttir | þriðjudagur 12. mars 2013

Mugison sendir yfirlýsingu til blaðamanna og "foreldra" Aldrei fór ég suður 2013

Mugíska

 Blessaðir snillingar...eru ekki allir í stuði?

Stöðumæling á fílingnum, stemmari upp á 10+. Swing ding.

Stórkostleg hátíð í ár og mega helgarstemmning. Fíla þetta í botn. Góðifílingurinn kikkar inn. Mega mega.

Hef verið að pæla með framhaldið, ættum að maxa draslið í botn og þróa hátíðina í gebbuðum fíling. Ég krotaði niður hugmynd, gæti verið byrjun á þróunar-pælingu.

Mambó, jambó. Við fáum Papamug til að sprella með mubbetinn í stofunni og swingum einhverju giggi fyrir þá, einhverja sjóðheita rúmbu. Það þarf að pródúsera þetta eitthvað.

Sibbit in the hippit.

Muppetson-                                                   

 

Íslenska

 

Virðulega samkoma.

Það hryggir mig að geta ekki verið með ykkur, en ég hef fulla trú á samverkamönnum mínum og geri fastlega ráð fyrir vel heppnuðum, gagnlegum og stefnumarkandi fundarhöldum.

Hátíðin í ár lítur vel út og ég lýsi yfir fyllsta stuðningi við þá stefnu sem málið hefur tekið í meðförum nefndarmanna.

Ég vil koma á framfæri innilegum þökkum til okkar helstu bakhjarla; Landsbankans, Samskipa, Orkusölunnar, Kampa ehf. og síðast en ekki síst Flugfélags Íslands. Megi samstarfið verða langvinnt og gæfuríkt í alla staði.

Ég veit að faðir minn er hryggur yfir því að geta ekki verið með ykkur, en ég tala fyrir munn okkar beggja þegar ég segi að við feðgarnir erum boðnir og búnir að vinna heilshugar að framgangi þessarar vegferðar sem við höfum öll saman lagt upp í.

Virðingarfyllst,

Örn Elías Guðmundsson-