Snorri Örn Rafnsson | þriðjudagur 31. mars 2015

Músíktilraunaklemman...

Eins og alþjóð veit þá steig hin vestfirska Rhytmatik á stokk í músíktilraununum 2015 og fór með verðskuldaðan sigur af hólmi.
þeim tókst líka að vera eina hljómsveitin í allri keppninni sem var þegar skráð á Afés 2015, og þar af leiðandi eina hljómsveitin sem „mátti ekki vinna“ þar sem hluti af vinningnum var að spila á Afés 2015.
Aðstandendur Afés stóðu sumsé frammi fyrir óvæntu vandamáli.
En þau tóku þessu vandamáli fagnandi, enda mikið fagnaðarefni að strákarnir unnu.
Og ekki leið langur tími þangað til frábær lausn var fundin.
Meiri tónlist handa okkur öllum!
Heilum tveimur atriðum bætt við flóruna.

Futuregrapher
Hann heitir Árni Grétar. Hann er frá Tálknafirði og hann býður upp á raftónlist á heimsmælikvarða.
Hann er þekktur fyrir skemmtilega og líflega sviðsframkomu, þannig að hann ætti að eiga vel upp á pallborðið á Afés 2015.

 

Agent Fresco
Mjög viðeigandi, svona í ljósi aðstæðna, að fá gamlan músíktilraunasigurvegara á afés í ár.
Þeir tóku þátt árið 2008 og sigruðu með glæsibrag, og fengu einnig verðlaun fyrir besta trommuleik og besta gítarleik og besta bassaleik, þannig að það er klárt mál að þeir kunna að spila.
Þeir hafa ferðast um heiminn og haldið tónleika mjög víða, og þeir spiluðu á Afés 2009 við góðann orðstýr.
Klárlega góð viðbót við flóruna fyrir rokkhunda og tónlistarnerði.