Ágúst Atlason | laugardagur 9. mars 2013

Nýtt á aldrei.is

Já, það er af nógu að taka þegar Aldrei fór ég suður á í hlut. Fyrst og fremst langar mig að bjóða velkomið nýtt fólk hér við skrif og efnisöflun á síðuna. Fyrst ber að nefna meðritstjóra minn, hana Rúnu Esradóttur, en hún er best þekkt sem söngkona Mugisons, og já, er hún spúsa hans. Það er gott að fá svona insider við efnisöflun hér og hefur hún þegar sannað sig sem öflugur penni með fullt af frumkvæði, bjóðum Rúnu velkomna!

Svo hafa þeir Stephen Albert Björnsson og Þórir Traustason einnig tekið upp lyklaborðið í þágu vefsins og Stephen ætlar að sjá um enska hluta vefsins, svo erlendu gestirnir okkar geti fylgst betur með. Bjóðum þá sko líka velkomna!

 

Nú fara að sjást eitthvað af myndum frá í fyrra, hérna á vefnum og hefur hann Hlynur Kristjánsson veitt okkur leyfi til að birta sýnar myndir og svo eru nokkrar frá mér líka, endilega kíkið á þetta :)

 

Svo hafa bæst við vídeó frá í fyrra, heil 6 stykki, og birtast svona sirka 3 á dag þangað til þau eru öll komin upp.

 

Hvað eru margir dagar í Aldrei fór ég suður 2013, svör óskast í commentin!

 

Njótið helgarinnar!