Snorri Örn Rafnsson | mánudagur 9. mars 2015

Og það er meira...

Við erum ekki allskostar hætt að kynna til leiks hljómsveitir sem munu spila fyrir okkur um páskana.
Það er ennþá nóg eftir í pottinum og vonandi munu allir finna sér eithvað við hæfi.
Hérna eru nokkur í viðbót:

 

Rythmatik
Sumir segja að þeir eigi eftir að verða svo heimsfrægir að annað eins hafi aldrei áður þekkst, og að þeir munu selja svo margar plötur að bestu og fullkomnustu tölvur heimsins ráða ekki við að telja þær.
Það eina sem við vitum er að þeir heita Rythmatik, eru fjórir vestfirskir dáðadrengir sem við höfum séð áður á Aldrei.
þeir spila skemtilega og grípandi indie tónlist.
Þeir slógu í gegn á Airwaves 2014 og þeir stefna klárlega á heimsyfirráð.

 

 

Emmsé Gauti.
Gauti Þeyr Másson er ungur, en þaulreyndur íslenskur rappari sem er búinn að vera að semja og flytja rímur síðan 2002. Hann hefur unnið með mörgum af helstu hip hop listamönnum íslands, en hóf sólóferil sinn 2010 og hefur síðan þá gefið út tvær breiðskífur og verið óþreytandi við að spila sína tónlist live ásamt því að sinna ótal öðrum verkefnum.

 

 

Sigurvegarar músíktilrauna 2015.
Við vitum ekki ennþá hvaða hljómsveit mun fylla þetta spot, því Músíktilraunir 2015 eru ekki búnar.
Úrslitakvöldið mun fara fram í Hörpu laugardaginn 28. Mars, sem gefur sigurvegurunum rétt nægan tíma til að fagna ógurlega, æfa sig pínu og skella sér svo á Ísafjörð um páskana.
Músíktilraunir hafa verið gríðarlega mikilvægur og frábær stökkpallur fyrir margar frábærar hljómsveitir og tónlistarfólk, og mörg af okkar stærstu starfandi, og óstarfandi hljómsveitum í dag hófu sinn feril þar. Það má sem dæmi nefna: Mammút, Of monsters and men, Agent Fresco, Mínus, Kolrassa Krókríðandi, Greifarnir og Dúkkulísurnar.
Listinn er lengri, en plássið er takmarkað.
Og ekki má gleyma að minnast á Vio, sem sigruðu í fyrra, og spiluðu á Aldrei fór ég suður 2014: