Ágúst Atlason | miðvikudagur 28. mars 2012

Ókeypis Bollywood-námskeið um páskana!

Hún Margrét Erla Maack sendi okkur eftirfarandi tilkynningu í pósti og henni langar að gefa til baka, því Aldrei fór ég suður hefur gefið henni svo mikið. Eftirfarandi samtal fór svo fram, það er alveg næg ástæða að mæta ef Kristján Freyr, trommuleikari og bókafrömuður mætir:

 

Kristján Freyr:

Er þetta opið öllum? Ég held nefnilega að ég sé með fínar mjaðmir í þetta!

Margrét Erla:

Opið öllum sem treysta sér að halda athygli í klukkutíma! The more the merrier!

Ég hef skemmt mér svo mikið á AFÉS að það er kominn tími til að gefa til baka!

 

Margrét Erla Maack, sjónvarpskona, magadansmær og  Bollywoodkennari með meiru heldur ókeypis Bollywoodnámskeið á Ísafirði, laugardaginn 7. apríl (laugardag fyrir páska) kl. 15 í Íþróttahúsinu við Austurveg.

Bollywooddansar eru indverskir söngleikjadansar sem eru samdir fyrir kvikmyndir, dansaðir við indverska tónlist í litríkum fötum. Dansinn hentar bæði þeim sem eru vanir að dansa en líka þeim sem kunna bara að dansa í kringum jólatré. Dansinn er byggður á indverskum þjóðdönsum sem kryddaðir eru með magadansi, afróhoppum, handatáknum, flamenco, ballet og jazzballet. Megináherslan er lögð á að vera í stuði og skemmta sér meðan dansinn dunar.

Mælt er með því að mæta í þægilegum fötum og vera á tásunum. Í þessum eina tíma verður farið í undirstöðuatriði og stuttur dans verður kenndur. Tilvalið fyrir skemmtilegt fólk.

Hér sést Margrét dansa með einum hópi sem er að læra hjá henni í Kramhúsinu: 

Hér er myndband sem Margrét gerði fyrir Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar: 

Nánari upplýsingar veitir Margrét sjálf í gegnum netfangið maggamaack@gmail.com.

 

Aldrei snýst svolítið um þetta, að gefa :)