Ágúst Atlason | þriðjudagur 3. apríl 2012

Orkubú Vestjarða fyllir AFÉS af orku.

Í dag var undirritaður formlegur samningur milli Orkubús Vestfjarða og Aldrei fór ég suður. 

Með þessum samningi tók Orkubú Vestfjarða það að sér að styðja raunsnarlega við bakið á hátíðinni annað árið í röð og var ákveðið að nýta þessa peninga til þess að versla inn fyrir brunch veislurnar sem haldnar verða fyrir tónlistarfólkið á heimavistinni um páskahelgina. Listamenn þurfa að borða kjarngóðann mat til að hafa orku fyrir helgina og sér Orkubúið um það.

Að vanda var fallegi smiðurinn í hlutverki undirskriftarborðs, enda er fátt sem veitir hátíðinni meiri lukku en bakið á honum.

 

Ég sló á þráðinn til Kristjáns Orkubússtjóra og tók við hann stutt spjall. Ég spurði hann um mikilvægi þess að taka þátt í, og styrkja atburði í heimabyggð?

 

Það er afar mikilvægt segir Kristján, með þessu sýnum við samfélagslega ábyrgð og tökum virkan þátt í því sem er að gerast í okkar heimabyggð. Okkur hér í Orkubúinu þykir þetta skemmtilegt og erum sérstaklega ánægð með hversu Aldrei fór ég suður hefur dafnað, þróast og atburðurinn stækkað með hverju árinu, orðinn fastur punktur og upphefur landsfjórðunginn.

 

Svo ljúkum við þessu á slagorði Orkubúsins sem á vel við núna:

 

- Orkan kemur frá okkur - Orkubú Vestfjarða