Rúna Esradóttir | miðvikudagur 27. mars 2013

Orkubúið leggur hátíðinni hönd á plóg

Rokkstjóri fékk stórskemmtilega upphringingu frá Kristjáni Orkubústjóra í vikunni. Tilefni símtalsins var að bjóðast til að styrkja hátíðina eitt árið enn, enda hefur Orkubú Vestfjarða verið dyggur stuðningsaðili Aldrei fór ég suður síðustu ár.
Með brosi á vör skellti rokkstjóri sér í kaffi á Stakkanesið og tók auðvitað með sér fallega smiðinn sem er lukkuborð hátíðarinnar og fylgir því mikil lukka að skrifa undir samninga á baki fallega smiðsins.

Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tilefni í dag.