Ágúst Atlason | miðvikudagur 20. apríl 2011

Orkubúið styrkir Aldrei fór ég suður

Hátíðarhöldurum Aldrei fór ég suður bárust þær gleðifréttir í dag að Orkubú Vestfjarða myndi styrkja hátíðarhöldin í ár, og munar um minna. Viljum við aðstandendur þakka kærlega fyrir okkur, en hátíð sem þessi gæti ekki verið haldin ef ekki væri fyrir stuðning úr öllum mögulegum áttum.

 

Á meðfylgjandi mynd eru þeir Kristján Haraldsson, orkubússtjóri, Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri, og Pétur Magnússon, skrifborð.