Ágúst Atlason | miðvikudagur 29. febrúar 2012

Páskafjör Markaðsstofu Vestfjarða og Páskatilboð Flugfélags Íslands

Páskafjör á Vestfjörðum er Facebook leikur á vegum Markaðsstofu Vestfjarða. Þarna áttu möguleika á að vinna allan pakkann, gistingu, bílaleigubíl, skíðapassa og miða á söngskemmtunina Vestfirsku dægurlögin. Og allt þetta fyrir 2 manneskjur! Svörin við spurningunum má finna á íslensku útgáfu Westfjords.is. Til þess að geta unnið verður að svara öllum spurningunum rétt. Þetta verður ekkert betra, er það?

 

Við viljum líka benda ykkur á Páskatilboð Flugfélags Íslands sem gildir frá 1. til 10. apríl. Bókanlegt frá kl. 10 í gærmorgun!  

Bókaðu flugið á www.flugfelag.is og sparaðu bæði tíma og peninga.

  • Flug frá Reykjavík til Ísafjarðar kr. 7.990
  • Frá Ísafirði til Reykjavíkur kr. 7.640
  • Öll verð eru með sköttum og gjöldum.
  • Takmarkað sætaframboð.
  • Bókunartímabil 28. febrúar - 6. mars.
  • Ferðatímabil 1. - 10. apríl.

Svo má leita að gistingunni hérna.

 

ÚÚÚJÉÉ!