Ágúst Atlason | fimmtudagur 5. apríl 2012

Páskahátíðin „Aldrei fór ég suður“ er ein undarlegasta tónlistarhátíð í Evrópu..

Á vef þýska blaðins Der Spiegel sem birtist í dag er sagt frá reynslu blaðakonunnar Alva Gehrmann sem lýsir þar upplifun sinni af rokkhátíðinni sem hún sótti heim fyrir tveimur árum. Der Spiegel er eitt virtasta og mest lesna fréttatímarit heims. 

Blaðamenn BB.is tóku sig til og þýddu þessa grein og gáfu okku góðfúslegt leyfi til að birta hluta hennar hér en restina er svo hægt að lesa á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Alva þessi hafði samband við okkur hérna á aldrei.is og fékk hjá okkur nokkrar myndir til birtingar.

 

Hér er umfjöllunin á vef Der Spiegel.

 

---

 

Frá bb.is:

„Ich fuhr nie nach Süden“

 

„Páskahátíðin „Aldrei fór ég suður“ er ein undarlegasta tónlistarhátíð í Evrópu. Þar gilda einfaldar reglur, hvert band má aðeins spila í 20 mínútur og engu máli skiptir hvort tónlistarmaðurinn er venjulegur vinnandi maður, eða frægasti tónlistarmaður Íslands.“ Þetta segir í grein þýska vikuritsins Der Spiegel sem birtist á ferðavef þess í dag. Blaðamaðurinn Alva Gehrmann lýsir þar upplifun sinni af rokkhátíðinni sem hún sótti heim fyrir tveimur árum. Der Spiegel er eitt virtasta og mest lesna fréttatímarit heims. 

Í greininni koma fram ýmis skemmtileg atriði varðandi hátíðina og hvernig hún kemur erlendu fólki fyrir sjónir. Í KNH-húsinu á Grænagarði sér hún stórt pappaspjald sem tilgreinir niðurröðun tónlistaratriða að kvöldi föstudagsins langa. Í kjölfarið lýsir hún undrun sinni yfir samtali sínu við tónlistarmanninn Mugison, sem telur henni trú um að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af gistingu. Lögreglan sé vön því að hýsa fólk í fangaklefum hafi það ekki gistipláss hjá vinum. Forundran hennar yfir fólkinu og stemmningunni á hátíðinni heldur áfram þegar hún rekst á heimamanninn Skúla Þórðarson, betur þekktan sem Skúla mennska. Listamannsnafn Skúla sem á þýsku útleggst „der Mensch“ kemur henni spánskt fyrir sjónir og spyrst hún fyrir um tildrög þess. Þar fær hún þau svör að í smábænum Ísafirði hafi Skúli lengi átt sér nafna, vel þekktan hund, og til aðgreiningar hafi tónlistarmaðurinn fengið þetta viðurnefni.

 

Kíkið og klárið á bb.is!