| þriðjudagur 26. mars 2013

Rokkaðasta bónorð Íslandssögunnar

Sjónvarpsstöð alþýðunnar RÚV, sýnir í kvöld heimildamynd um „Aldrei fór ég suður“ 2012. Það er því tilvalið að setjast niður fyrir framan viðtækið og stilla á alþýðustöðina klukkan 22:30, hita upp fyrir komandi hátíð og rifja upp nokkur vel valin atriði frá 2012. Ef þú af einhverjum óskiljanlegum ástæðum misstir af "Aldrei fór ég suður" í fyrra, þá færð þú vonandi nasaþef af hamingjunni í gegnum imbann.

 

Meginþungi myndarinnar er á tónlist en einnig eru viðtöl við örfáa af þeim lykilmönnum sem að gera þessa hátíð að því sem hún er. Meðal þeirra eru Maggi í Tjöruhúsinu og Jón Þór rokkstjóri.  Þá eru nokkrir tónleikagestir teknir tali og rokkaðasta bónorði íslandssögunnar gerð skil.

Kynnir þáttarins er útvarpsmaður alþýðunnar Matti í Popplandi