| föstudagur 18. apríl 2014

Rokkstrætó!

Rokkstrætóin verður að sjálfsögðu á sínum stað í ár. 

 

Stoppistöðvarnar eru 

  • Pollgata - Strætóskýlið fyrir aftan Hótel Ísafjörð 
  • Bílastæði Menntaskólans á Ísafirði 
  • Grænigarður - Rokkskemman 
  • Góuholt 
  • Stórholt 

Stræótin fer alltaf á hálftíma fresti. Á heila og hálfa tímanum fer hann frá Pollgötunni 

Og klukkan korter í og korter yfir leggur hann af stað frá Stórholtinu 

 

Fyrsta ferð er frá Pollgötunni kl 17:30 og síðasta ferðin frá Grænagarði og inní er kl 00:00. 

Síðasta ferðin niður í bæ frá skemmunni er á milli 00:15 til 00:30 

 

Það kostar ekki neitt að taka strætóin! 

 
Við minnum aftur á live streamið okkar sem sent er út í samstafi við Snerpu, KFÍ-TV og Símafélagið. Streamið getiði fundið hér