Ágúst Atlason | föstudagur 30. mars 2012

Sjálfboðaliðar óskast

Það er sem máltækið segir að maður gerir ekki rassgat einn. Hátíð eins og Aldrei fór ég suður er drifin áfram af sjálfboðavinnu hvert sem auga er litið. Þessvegna ætlum við að biðla til ykkar með smá hjálp, en það vantar fólk til að koma og taka til í KNH skemmunni kl: 19:30 á mánudagkvöldið. Smúla/spúla og þessháttar segir Rokkstjórinn.

 

Ef þig hefur langað til að taka þátt í jafn stórkostlegum hlut og Aldrei fór ég suður er, að þá er tækifærið hér, en það er gott að gefa, eiginlega miklu betra en að þiggja :)

 

Við hlökkum til að sjá sem flesta, takk takk!