Ágúst Atlason | fimmtudagur 31. mars 2011

Skíðavikudagskráin

Var að reka augun í Skíðavikudagskránna, en vikan fyrir og um páska, er stútfull af flottum viðburðum. Þarna má finna eitthvað að gera fyrir alla aldurshópa og má þar nefna sprettgöngur í miðbænum, páskaeggjamót, bátsferðir, furðufatadag á skíðasvæðinu, myndlistarsýningar, leikhússýningar, ráðstefnur um hin ýmsu málefni og ég veit ekki hvað.

 

Það er alveg á hreinu að engum þarf að leiðast hér þessa daga, en búið er að panta sólskin alla páskana fyrir okkur!

 

Endilega kynntu þér dagskránna nánar!