Ágúst Atlason | þriðjudagur 12. apríl 2011

Sokkabandið við æfingar

Eins og við sögðum frá hérna áður að þá mun Sokkabandið spila á Aldrei fór ég suður í ár. Hljómsveitin var stofnuð fyrir 29 árum og er örugglega mikil vinna að ná upp taktinum aftur. En þetta eru hörku stúlkur og hafa þær hafið æfingar af fullum krafti, hver í sínum landshluta. Á Ísafirði eru þær þrjár og æfa þær heima hjá Ásthildi Þórðar.

 

 

Hann Baldur Páll, vinur Aldrei fór ég suður, laumaðist á æfingu hjá þessum fínu frúm og á meðfylgjandi myndum sem hann tók, má sjá þær Ásthildi, Eygló og Bryndísi spila af lífsins sálar kröftum!