Ágúst Atlason | mánudagur 2. apríl 2012

Söluvarningssunnudagur

Smá skilaboð frá Möttu söluvarningsmömmu:

 

Á sunnudaginn fórum við Gústi niður á höfn og tókum nokkrar töff myndir af söluvarningi hátíðarinnar. Það er svo merkilegt að það segir enginn nei á Ísafirði þegar kemur að því að hjálpa Adrei. Nokkur símtöl og málinu reddað. Það var sama hvort ég hringdi í aðstoðarskólastjórann Jónu Ben, Torfa Einars hjá Sjóvá, Arnald sjómann eða Önnu Siggu athafnaskáld í Arnardal, allir voru til í að vera með. Við hittum löndurnarkalla og fengum að smella mynd af Önnsku við einn gáminn, karlarnir höfðu áhyggjur af því að henni yrði kalt að pósa í kuldanum á hlýrabol en Einar Valur forstjórinn benti okkur á að við værum að taka mynd við Asíugám.

 

Við erum í fyrsta sinn með rokkhundamerki og að sjálfsögðu fengum við lánaðan hundinn Gosa  hjá honum Gunnari Bjarna hönnuði,  Gosi  pósaði þennan flotta rokkstand og ég er ekki frá því að hann hafi líka sett upp rokksvip.   Gunnar  á líka tvö frábær börn, Unu Salvöru og  Frosta sem voru til í að máta bol og rokkmerki fyrir myndavélina. Lára Björg Öldupúki og ömmubarn sölurokkvarningnefndarinnar  var líka til í að pósa. Birta menntaskólastelpa og femínisti mætti með bassann og þetta flotta Aldrei fór ég suður rokksleeve en núna er tattoo æðið komið í bæinn og það verður enginn maður með mönnum nema að fá sér a.m.k. eitt Aldrei tattoo um páskana!

 

Fylgist méð hérna á síðunni, vörurnar fara að birtast næstu, slatta af klukkustundunum.

 

Það er gaman að rokka á Ísafirði!

 

Kíkið á myndirnar með, það er gott að fletta bara með örvatökkunum á lyklaborðinu :)