Ágúst Atlason | miðvikudagur 14. mars 2012

Stuð að eilífu - Saga dægurtónlistar á Íslandi

Það er greinilegt í andrúmsloftinu að Aldrei fór ég suður nálgast hratt. Aðeins 23 dagar eru til 9. rokkhátíðar alþýðunnar. Hátíðin hefur heldur betur lengt í sér, en í upphafi var hún aðeins eitt kvöld. Atburðir tengdir hátíðinni hafa hlaðist utan á hana og ætla ég að kynna hér einn slíkan, en Dr. Gunni ætlar að reka sögu íslenskrar dægurtónlistar í Edinborgarhúsinu að kvöldi Skírdags, fimmtudagskvöldið 5. apríl á milli kl. 20-22. Dr. Gunni rekur þar sögu dægurtónlistar á Íslandi í máli, músík og myndum frá því á 19. öld til okkar daga. Hann byggir fyrirlesturinn á samnefndri bók sem kemur út í haust.

 

Þetta ætlar Dr. Gunni að gera fyrir 0 krónur og er að sjálfsögðu frítt inn, í anda Aldrei fór ég suður!

 

Er þetta hluti af atburðaröðinni Tónlistin frá ýmsum hliðum sem  Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast fyrir.

 

Stuð að eilífu - Missir ekki af því!