Ágúst Atlason | föstudagur 15. apríl 2011

Takk Landsbanki!

Þau gleðitíðindi bárust okkur í undirbúningsnefndinni að Landsbanki Íslands ákvað að styðja dyggilega við bakið á hátíðinni í ár og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

 

Að vanda var blásið til undirritunar samstarfssamnings í morgun og að beiðni fulltrúa Landsbankans var fallegi smiðurinn, Pétur Magg, kallaður á svæðið, til að vera undirskriftar borð. Það er trú okkar allra að það boði sérstaka gæfu að undirrita svona mikilvæga samninga á bakinu á Pétri Magg.

 

Á meðflylgjandi mynd er Sævar Þ. Ríkharðsson útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði, Jón Þór Þorleifsson rokkstjóri og fallegi smiðurinn Pétur Magg. Þess má geta að Hálfdán Bjarki Hálfdánarson tók þessar fallegu myndir í morgun á Ísafirði.