Ágúst Atlason | fimmtudagur 21. apríl 2011

The Vintage Caravan með nýjan disk á Aldrei

Aldrei.is er stolt að kynna glóðvolgan geisladisk frá hljómsveitinni The Vintage Caravan með sama heiti. Hljómsveitin gleður áhangendur sína með upptroðslu á laugardagskveldinu á Aldrei í ár. Asskoti þétt, ungt band sem svíkur engann með frumsömdu rokki eins og það gerist best. Útgáfugiggið verður að sálfsögðu á Aldrei en útgáfutónleikar verða nánar auglýstir á facebooksíðu sveitarinnar. Geisladiskurinn verður til sölu á Aldrei sölubásnum alla hátíðina á aðeins kr. 2.000,-.