Ágúst Atlason | mánudagur 28. mars 2011

Þeir sem trylla munu lýðinn!

Það er bara þannig, í dag er dagurinn.....áður. Þetta er svona dagur þar sem allir eru spenntir fyrir fréttunum af hvaða listamenn trylla alþýðuna á Aldrei fór ég suður. Endanlegur listi verður kynntur á morgun á blaðamannamorgunverðarfundi kl 8:40 á Ísafjarðarflugvelli í boði Ísafjarðarbæjar og Aldrei fór ég suður. Nokkrir dagskrárliðir verða á flugvellinum og munu ýmsir kynjakvistir stíga á stokk og ræða hin ýmsu mál, eins og ber að gera á rokkfundum sem haldnir eru á flugvöllum með rokkhundum!

 

Nú er betra að fylgjast vel með því það eru frímiðar í boði fyrir þann sem skellir einu fallegu stuð LÆKI á þessa frétt og eru fríir miðar í boði fyrir viðkomandi og eins marga og hann vill bjóða, mjög sniðugt að hringja í ömmu og afa, óskylda frændur, systrasyni og bræðradætur. Svo getur allur vinahópurinn komið með líka, og vinir þeirra, og vinir þeirra, og vinir þeirra.....stopp nú! Nóg pláss fyrir alla og að sjálfsögðu er frítt inn! Þannig að þetta var grín, svona sirka þessi málsgrein, öll.

 

En til baka að aðal málinu, listamannalistinn verður birtur hér á morgun fljótlega eftir fund, fylgist því vel með, kannski er þarna að finna þitt uppáhalds band!

 

Nú er bara að vona að það verði flogið, hafa menn aldrei heyrt um Ísafjörð!

 

Rokk og stuð!