Snorri Örn Rafnsson | mánudagur 17. febrúar 2020

Þessir spila á Aldrei 2020!

Aldrei fór ég suður væri ekki sú hátíð sem hún er í dag ef ekki væri fyrir bæjarbúa og velvild þeirra í garð hennar.
Það eru allir svo til í þetta!

Það sést hvergi betur en í myndbandinu sem við vorum að gefa út í dag til að kynna þá listamenn sem munu spila á hátíðinni í ár.

Ásgeir frá Gústi Productions ásamt fleiri góðum fóru á kreik með myndavél og náði nokkrum góðum ísfirðingum við störf og leik.

Frábært myndband sem kynnir þá tónlistarmenn sem koma fram í ár ásamt því að sýna stemninguna sem ríkir í bæjarfélaginu þegar kemur að tónlistarhátíð alþýðunnar.

Sjáumst á ALDREI!