Ágúst Atlason | föstudagur 22. apríl 2011

Þjófstart Aldrei total success!

Sú hefð, að byrja á Aldrei fór ég suður atriðin á fimmtudegi, er heldur betur að stimpla sig inn. Sú hugsun að færa Aldrei andan niður í bæ er að virka og sást það á þeim atriðum sem voru á dagskrá í gærkvöldi.

Í sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, Hömrum, tók tónlistarmaðurinn og spyrillinn Jón Ólafsson á móti popp/rokk/country tröllinu Helga Björns og var Bolvíkingurinn Valdimar Olgeirsson þeim til halds og traust á kontrabassanum. Stemmingin var alveg frábær og héldu þeir félagar salnum á tánum allan tímann. Jón stjórnaði þessu frjálslega og leyfði Helga alveg að fara sínu fram þegar hann þurfti, en það var ansi oft og held ég að það sé erfitt að beisla svona tröll á heimavelli. Farið var um víðan völl sögu og tónlistarlega og úr þessu varð hin besta skemmtun á að horfa og hlusta. Salurinn smekk fullur og um 100 manns létu sjá sig. Það er vonandi að atburður sem þessi festi sig í sessi á hverjum páskum á Aldrei fór ég suður!

 

Hérna er video frá honum Fjölni Baldurs frá atburðinum í gær:

 

Helgi Björns- Geta pabbar ekki grátið from Fjolnir Baldursson on Vimeo.

 

Í Krúsinni var stemmingin af öðrum toga, en þar fór fram offvenue Aldrei fór ég suður. Frumraunin á þessu var í fyrra og þóttist takast mjög vel og var ákveðið að slá þessu upp með sama sniði í ár.  Þeir sem komu fram voru Lára Rúnarsdóttir ásamt hljómsveit sinni, hljómsveitin Lifun og söngkonan Margrét Rúnarsdóttir sem er systir fyrrgreindrar Láru. Skúli mennski Þórðarson mætti svo með hljómsveit sína Grjót ásamt söng- og leikkonunni Þórunni Örnu Kristjánsdóttur. Inn milli atriða var svo enginn annar en Hugleikur Dagsson með léttmeti. Það var ekkert öðruvísi en að Krúsin var smekk full af fólki og greinilegt að þörfin á að byrja aðeins fyrr á Aldrei er til staðar!

 

Endilega kíkið á myndirnar sem fylgja með!