Ágúst Atlason | þriðjudagur 28. febrúar 2012

Þjónusta, gisting&veitingar - Uppfært

Árlega fáum við ábendingar frá notendum síðunnar. Það er bara af hinu góða og hvetjum við fólk til að láta okkur vita hvað fer miður og reynum við að laga það eftir bestu getu. Ábending barst um að undir  tenglinum Þjónusta Gisting Veitingar hér að ofan væru ekki nægar upplýsingar um þorpin sjálf, sem eru allt í kringum Ísafjörð. Þar sem gisting á Ísafirði er fljótlega uppbókuð eru góðir möguleikar á að finna gistingu í þorpunum í kring, en í hverju þorpi er næg þjónusta fyrir alla í boði og margir af þeim aðilum er bjóða gistingu, bjóða einnig far fram og til baka á hátíðina, húrra fyrir þeim. Öll þessi þorp hafa sín sérkenni og sögu og má finna margt áhugavert þar að skoða og gera. Og nánast hvert þorp hefur sína eigin sundlaug, spáðu í því!

 

Markaðsstofa Vestjarða er með þennan fína gagnagrunn um hvert þorp fyrir sig og tengjum við beint í hann frá okkar síðu og getum því verið vissir um að upplýsingar séu réttar ár frá ári, kunnum við Markaðsstofunni þakkir fyrir.

 

Kíktu á þetta ef þú ert að leita þér að gistingu, eða bentu vinum og vandamönnum á þennan tengil ef þeir eru að leita, því við viljum endilega fá þig vestur til okkar og skemmta þér á AFÉS 2012!

 

Hlökkum til að fá þig!

 

PS: Verum dugleg að deila með að setja "Like" eða "Senda á Facebook" - Takk fyrir!