Andri Pétur Þrastarson | sunnudagur 1. apríl 2012

Tónlistarhátíðarvæddirmálshættir.

Málshættir fyrir rokkara jafnt sem poppara.

Fyrir löngu síðan hefur hefð skapast fyrir því í meirihluta hins vestræna heims að snæða súkkulaðiegg yfir páska hátíðina.  Og Íslendingar samkvæmir sjálfum sér, fannst ekki nóg að japla á einungis á sykruðu kakói sem borið var út af bleikum héra, heldur spörkuðum við héranum og héldum uppi okkar forna stuðla og spakmælablæti með því því að troða litlum bréfsnifsum með málshætti inní hvert egg.  Og þar með var orðið ómögulegt að láta heimskuna og græðgina ráða yfir páskanna því  óhjákvæmilega fylgir eitt tímalaust spakmæli með öllum kaloríunum. 


Þar spretta upp gamalreyndir málshættir eins og brennt barn forðast eldinn, og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, enginn verður óbarinn biskup og sá kastar skítnum sem á nóg af honum.   Þessir málshættirnir eru nú alveg ágætir, en eins og gefur að skilja, eru sumir hverjir orðnir margtuggnir og stífir undir tönn, sem hæfir ekki beint nútímavæddum rokkurum í lopapeysum og leðurjökkum.  Í tilefni komandi spakátstíðar fór rannsóknar og nýsköpunarnefnd aldrei.is á stúfana og fann nokkra málshætti sem hafa aðeins meiri tengingu við það sem páskarnir þýða fyrir okkur.  Góða tónlist og geggjað geim!

 • Maður gerir ekki rassgat einn.
 • Meiri diskant í mónitor.
 • Þar sem tveir fætur koma saman, þar er dansað.
 • Betur heyra eyru, en eyra.
 • Af tveimur fölskum söngvurum skaltu hvorugan velja.
 • Aldrei er gott lag of oft sungið.
 • Sjaldan fellur nöglin langt frá gítarleikaranum.
 • Meiri kúabjöllu.
 • Sjaldan er eitt kombakkið stakt.
 • Eins manns hávaði er annars manns tónlist.
 • Allt er það gott sem af blúsnum kemur.
 • Allt er fjögurragripalagi fært.
 • Sjaldan fara skallapopparar í hár saman.

                                          (og að sjálfsögðu, lol 1. apríl allir)