Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 15. apríl 2011

Tónlistarráðstefna og fræðsla

Þriðja árið í röð tekur Kraumur þátt í páskagleðinni  á Ísafirði með tónlistar ráðstefnu og fræðslunámskeiði í samstarfi við AFÉS, og fögnum við því ákaft!

Á fundum síðustu tvö ár hefur verið pælt og spögglerað í ýmsu sem viðkemur tónlistinni, réttindum listamanna, hvernig skal nýta sér netið, íslenskir vs. enskir textar og hvar eru peningarnir mínir? Svo tekin séu nokkur dæmi.

 

Eins og hefð hefur verið fyrir síðustu ár munu þeir listamenn sem koma að og taka þátt í hátíðinni vera þátttakendur í verkefninu. Ráðstefnan fer fram í Edinborgarhúsinu föstudaginn langa kl. 16:00 til 18:00.

 

Inná ráðstefnuna er frítt og er hún opin öllum áhugasömum.

 

Vefsíða kraums, þar er einnig finna fundargerðir síðustu ára.

 

Nánari upplýsingar verða bornar fram þegar nær dregur.