Snorri Örn Rafnsson | miðvikudagur 4. mars 2015

Tvö atriði í viðbót !

Það er komið að því að kynna tvo atriði í viðbót í flóruna 2015.
Klárlega bannað að missa af þessum snillingum!

Prins Póló
Prins Póló var tíður gestur á hverju heimili og í hverjum bíl árið 2014 með  sína frábæru tónlist.
Lagið París Norðursins  úr samnefndri kvikmynd gerði það gott og var spilað í döðlur allstaðar.
Svavar Pétur Eysteinsson er  allt í öllu í Prins Póló, ásamt því að vera í hljómsveitinni Skakkamanage, auk þess sem hann stundar búskap.
Við sáum hann síðast á Aldrei árið 2011 og ætlum að sjá hann aftur í ár!
Þetta er uppáhaldslagið okkar með Prins Póló

 

 

Pink Street Boys

Þeir eru frá kópavogi, þeir spila hátt og þeir spila hrátt.
Eithvað fyrir hörðustu rokkhundana til að hoppa við.
Tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir  plötuna Trash from the Boys.
Þetta er alvöru hart rokk sem ætti að halda á okkur hita ef það verður kalt úti.