Snorri Örn Rafnsson | miðvikudagur 11. mars 2015

Tvö til

Hérna eru svo tvö frábær bönd sem endurspegla þann brjálaða fjölbreytileika sem við fáum að njóta á Aldrei fór ég suður 2015. 
Alvöru diskó bomba og Reggie snilld.

Boogie Trouble.
Hljómsveitin Boogie Trouble er draumur allra diskó bolta,  og annara sem hafa ríka þörf til að dilla sér við hressandi tónlist.
Hljómsveitin var stofnuð 2011,  og innan hennar má finna gamla meðlimi úr Rökkuró, Sprengjuhöllinni og Útidúr svo eithvað sé nefnt.
Svo er einnig þar að finna hana Sunnu Karen Einarsdóttir, sem er borin og barnfæddur ísfirðingur en stundar nú tónlistarnám við Listaháskóla Íslands. 

 

 

Amabadama.
Það er óhætt að segja að reggie bandið Amabadama hafi tekið landið með stormi á síðasta ári.
Sumarsmellurinn Hossa Hossa fékk gríðarlega spilun, og svo komu smellirnir hreinlega á færibandi .
Auk þess þá hreppti söngkonan Salka Sól Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins, ásamt þvi að vera að festa sig í sessi sem útvarps og sjónvarpskona á RUV.
Það mun engin vera með óhristann bossa eftir þetta úrvals reggie.