Ágúst Atlason | föstudagur 22. apríl 2011

Uppboðið og söluvarningurinn

Já það má með sanni segja að hátíðin í ár sé hátíð fólksins og lögðu margir henni lið. Söluvarningsliðið með Mysterious Mörtu í fararbroddi lagði ýmislegt á sig til að gera söluvarninginn sem flottastann og fjölbreyttann. Við minnum svo aftur á rauða litla sæta húsið á planinu með öllu góðgætinu í. 

  • Marta Sif Ólafsdóttir
  • Matthildur Helgadóttir Jónudóttir 
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
  • Gunnar Bjarni Guðmundsson
  • Auður Ósk Aradóttir
  • Ásgerður Þorleifsdóttir
  • Gísli Halldór Halldórsson

og allir hinir í söluvarningsliðinu taka pottþétt vel á móti ykkur og munið af hver keyptur hlutur hjálpar hátíðinni, margt smátt og allt það :)

 

Hérna má sjá skemmtilegt video frá myndatökum fyrir auglýsingu á söluvarningnum og lopapeysunni góðu sem er á uppboði, en sem stendur er tilboðið 60.000, svo það er um að gera að fara og bjóða í hana! Skemmtilegt að geta þess líka að hann Fjölnir Baldursson tók þetta video líka, af frænda sínum, honum Baldri Pál áhugaljósmyndara á Ísafirði :)

 

 

Svo er miklu miklu miklu meira fólk sem kemur að hátíðinni og sumir hafa ekki einusinni ratað inn á þennan lista og koma bráðum fréttir af því líka :)