Ágúst Atlason | þriðjudagur 22. mars 2011

Uppljóstranir um ný bönd

Í útvarpi allra landsmanna í morgun voru þeir mættir Mugison og Jón Þór rokkstjóri, rokkstjóri er nú svo flottur titill að héðan frá mun ég skrifa hann með stórum staf. Rokkstjóri! Virðulegt.

 

Farið var út í hin ýmsu mál varðandi hátíðina og nýja vefinn og beinar útsendingar sem verða frá hátíðinni en Inspired by Iceland og RÚV munu senda beint og verður það aðgengilegt fyrir alla. Risa takkinn hérna við hliðina mun vísa á beina útsendingu af vef Inspired by Iceland á meðan á hátíð stendur.

 

Því miður hefur Skálmöld fallið af listamannalistanum, mikill missir af því bandi en það koma bönd í banda stað og eins og Rokkstjóri segir, bara vera bjartsýn og hafa gaman að þessu og tilkynnti hann 2 ný bönd til sögunnar. Hljómsveitinn Valdimar mun spila og svo glæný hljómsveit Mr. Sillu, sem ásamt henni er mönnuð af Gunnari Tynes sem er með Sillu í Múm, Gylfa Blöndal úr Kimono, Dóra úr Seabear, Kristni Gunnari Blöndal eða KGB og Magga trommara úr Amiinu.

 

 

Í leiðinni viljum við þakka ykkur fyrir frábærar viðtökur á nýja vefnum en síðan við opnuðum hafa um það bil 3000 gestir kíkt inn og flettingarnar yfir 10.000!