Snorri Örn Rafnsson | laugardagur 1. apríl 2017

Úrslitakvöld Músíktilrauna er rétt ný ó hafið

Þegar þetta er ritað eru nákvæmlega sextán mínútur í að úrslitakvöld Músíktilrauna 2017 hefjast, eða klukkan 17:00 í dag 1. apríl.
Eins og allir vita þá mun sú hljómsveit sem sigrar í kvöld spila á Aldrei Fór Ég Suður 2017 með pompi og pragt.

Úrslitin eru í beinni á Rás 2 að venju, auk þess sem það er hægt að horfa á herlegheitin á RÚV 2.

Við hér hjá Aldrei óskum öllum þáttakendum sem og aðstandendum góðs gengis í kvöld og hlökkum til að fá loks að sjá hvaða hljómsveit mun fylla í tóma skarðið í prógraminu í ár.